Flytjum hann inn fyrir þig

Evrópa

Við erum með mjög góð sambönd við traust bílaumboð í Evrópu.

Kanada

Að auki tökum við inn bíla frá Kanada. Í Kanada eru bílar með kílómetramæli.

Ábyrgðir

Flestir bílar sem fluttir eru inn af Íslandsbílum eru með verksmiðjuábyrgð frá framleiðanda.

Leitarniðurstöður - 0 bílar
Sía
Engar niðurstöður fundust.
Vinsamlegast prófaðu að breyta leitarskilyrðum og reyna aftur.
Hreinsa leitarskilyrði

NÁNAR UM OKKAR ÞJÓNUSTU

Ferlið

Ef við eigum rétta bílinn ekki á lager getum við mjög líklega fundið rétta eintakið fyrir þig og flutt hann inn. Fyrsta skrefið er að finna eintak sem þér lýst vel á hjá þeim umboðum sem við erum í viðskiptum við erlendis. Skipafélagið okkar sækir bílinn á flutningabíl til umboðsins og kemur honum fyrir í skipinu sem siglir bílnum heim. Við sjáum svo um alla pappíra og skráningar sem þarf að skila inn bæði hérlendis og erlendis. Þegar bíllinn er kominn á götuna hér heima er hann yfirfarinn og gerður tilbúinn til afhendingar.

Ábyrgðir

Í Evrópu gilda samningar á milli landa um ábyrgðir. Ábyrgðartími er misjafn eftir framleiðanda bílsins en hann getur verið 2-7 ár eftir framleiðsludag bílsins. Ef bíllinn kemur frá Ameríku gilda engir samningar og getum við þá útvegað auka ábyrgð frá TM sem er ígildi verksmiðjuábyrgðar. Að öðrum kostum taka Íslandsbílar fulla ábyrgð á því sem um var samið og lofað varðandi ástand bílsins. 

Biðtími

Biðtími er misjafn eftir í hvaða heimsálfu bíllinn er staðsettur og hversu langt hann er frá næstu höfn sem íslensk skipafélög sigla frá. Algengur biðtími er um 4 vikur frá Evrópu og 7-8 vikur frá Ameríku. Við vitum alltaf hvar bíllinn er staðsettur í ferlinu og upplýsum þig jafn óðum. 

Afhverju við

Íslandsbílar samanstendur af reynslumiklu starfsfólki úr bílgreinum þar sem hver og einn starfsmaður hefur yfir 10 ára reynslu á sínu sviði. Við þekkjum bílana sem við erum að selja og upplýsum áhugasama kaupendur með glöðu geði um kosti þeirra og galla. Við leggjum mikla áherslu á trausti viðskipti og samvinnu við viðskiptavini ásamt því að veita góða þjónustu alla leið og það er loforð!