Leiðbeiningar og viðhald lakkhúðar

Nú er búið að koma lakkinu þínu í hið besta mögulega ástand og því mikilvægt að viðhalda því þannig.

Til þess að lakkvörnin endist sem lengst þarf að hafa nokkur atriði í huga við þrif og meðferð bílsins.

Efnanotkun við þrif:

Ekki er ætlast til þess að notað sér bón eða bónsápur á bílinn eftir að hann hefur fengið lakkvörn. Þá ertu í raun bara að setja verri húð yfir góðu húðina. Hægt er að nota sápur sem eru bónlausar og þær fást í öllum helstu bílavöru fýrirtækjum landsins. Við bjóðum einnig upp á sérhannaða sápu frá Nano Ceramic Protect sem er að sjálfsögðu það sem við mælum með.

Það má nota Tjöruhreinsir og flugusápur til að ná erfiðustu blettunum, en ekki verður nærrum því jafn mikil þörf á því og áður!

Hægt er að næra ytri húðina (Nano Soft)

með sérstökum quick detailer frá Nano Ceramic Protect ef áhrif hennar eru farin að dvína. Ytri húðina þarf svo að endurnýja á árs fresti m.v. hefðbundna notkun.

Árið 2022 tók íslandsvörn við umboðinu af Auto Center ásamt starfsfólki sem hefur starfað alla tíð hjá Auto Center og er þ.a.l. með 8 ára reynslu að vinna með efnið.

Mikið og gott samstarf er á milli íslandsvarnar og Auto Center og sjáum við um alla ásetningu á Keramik vörn eftir að bíll kemur úr tjónaviðgerð hjá þeim. Einnig erum við með samninga við öll tryggingarfélög hvað þetta varðar.

Ásetning fer nú fram í glænýju húsnæði okkar við Lambhagaveg 9 og er aðstaðan í algjörum sérflokki þegar kemur að því að vinna við Keramík húðun. Öll tæki og tól eru af nýjustu gerð og sérhæfð lýsing umlykur húsnæðið svo ekkert fari framhjá okkur.


Þvottakústar eru bannaðir. Þeir rispa og skemma húðina.

Ef mikil og hörð tjara er utan á bílnum, skal úða tjöruhreinsi á þurran bílinn og leyfa honum að liggja í 3-4 mínútur. Svo er tjöruhreinsirinn og önnur óhreinindi skoluð af áður en lengra er haldið.

Það er mikilvægt því annars geta óhreinindi fest sig í hanskanum og rispað frá sér.

Nota skal örtrefjahanska og fötu með köldu vatni í með Nano Ceramic Protect

Mikilvægt er að þurrka sem mesta bleytu eftir á með örtrefjahandklæði, annars er hætta á vatnsblettamyndun þegar vatnið gufar upp. Örtrefja hanskar og örtrefja handklæði fást í öllum betri bílavöru fyrirtækjum landsins. Að þessu loknu er allt klárt og bíllinn ætti að glansa sem aldrei fyrr.

Nano Ceramic Protect á íslandi

Auto Center ehf sem er sérhæft sprautu og réttingaverkstæði sem byrjuðu árið 2015 með þeim fyrstu á íslandi að prófa sig áfram með Keramik vörn á bíla. Eftir að hafa prófað yfir 20 mismunandi tegundir af Keramik vörnum frá hinum ýmsu framleiðendum varð Nano Ceramic Protect fyrir valinu.

Autocenter þróaði einnig aðferð til að sprauta efninu yfir lakk bílsins sem gerir það að verkum að þykktin verður alveg jöfn og einnig næst að þekja erfiða staði sem hefðbundinn púði kemst ekki að.

Panta í vefverslun okkar

Opnunartími

Mánudagur - Föstudagur 09:00 - 17:00
Lokað um helgar