Leiðbeiningar og viðhald lakkhúðar

Nú er búið að koma lakkinu þínu í hið besta mögulega ástand og því mikilvægt að viðhalda því þannig.

Til þess að lakkvörnin endist sem lengst þarf að hafa nokkur atriði í huga við þrif og meðferð bílsins.

Efnanotkun og þvottaleiðbeiningar:

Einu efnin sem þú þarft til að þrífa bílinn er PH neutral (bónlaus) sápa. Hana geturu fengið hjá okkur eða í öllum betri bílabúðum.

Sumar:
1. Skola allan bílinn með köldu vatni áður en þú kemur við hann
2. Setja 1-2 tappa af PH neutral sápu í fötu með köldu vatni
3. Strjúka létt af hliðum bílsins með örtrefjahanska
4. Skola allan bílinn aftur
5. Þurrka lárétta fleti með örtrefjahandklæði

Vetur:
1. Úða tjöruhreinsi á þurran bílinn (ekki skola hann fyrst)
2. Skola tjöruhreinsinn af
3. Strjúka létt af hliðum bílsins með örtrefjahanska
4. Skola allan bílinn aftur
5. Þurrka lárétta fleti með örtrefjahandklæði

Má fara með bílinn í sjálfvirka þvottastöð?

Við mælum ekki með því. Þvottastöðvar úða bónsápum og bóni yfir bílana og að því loknu muntu finna að ekki verður jafn auðvelt að þrífa bílinn og áður. Þá er í raun búið að setja verri húð yfir góðu húðina.
Hægt er að fara í þvottabásinn hjá Löður og nota eigin sápu þar.

Einnig má heyra í okkur og athuga hvort við eigum laust í hraðþvott á meðan þú bíður.

NCP PH neutral sápa

Sérhönnuð sápa frá Nano Ceramic Protect fyrir bíla með Keramik húð. Aðeins þarf 1-2 tappa af þessari sápu út í vatnið í fötunni. Einnig hægt að nota með froðubyssu.

NCP Foam sápa


Sérhönnuð froðusápa frá Nano Ceramic Protect fyrir bíla með Keramik húð. Hentar sérstaklega vel til að nota með freyðikönnu á háþrýstidælum.

NCP Quick Detailer

Quick detailerinn frá Nano Ceramic Protect skal nota ef það á að gera bílinn alveg extra flottan. Hann nærir líka og lengir endingu Keramik húðarinnar.

Leiðbeiningar: Sprauta skal 2-3 sinnum á hvern boddý part. Best er að hafa bílinn blautann og nýþrifinn. Næst er dreift úr efninu með örtrefjatusku og skolað svo allan bílinn eftirá.


Þvottakústar eru bannaðir. Þeir rispa og skemma húðina.

Mikilvægt er að fara mjúkum höndum um bílinn og nota til þess rétt verkfæri. Best er að nota örtrefjahanska til að "svampa", örtrefjahandklæði til að þurrka.

Ekki þvottakúst, gamlan svamp eða vaskaskinn.

Við lögum vatnsbletti og rispur þér að kostnaðarlausu!

Ef þú lendir í að fá vatnsbletti á lakkið eða rispur þá lögum við það þér að kostnaðarlausu á meðan þú bíður. Bara koma við hjá okkur í 10-15 mínútur!

Íslandsvörn er í eigu Íslandsbíla bílasölu

Ekki allir vita að sömu eigendur eru á Íslandsvörn og Íslandsbílum bílasölu sem staðsett er á Kletthálsi 11. Þessvegna er ekkert mál að fá lánaðan lánsbíl á meðan meðferð stendur í hvaða stærðarflokki sem er.

Panta í vefverslun okkar

Opnunartími

Mánudagur - Föstudagur 09:00 - 17:00
Lokað um helgar