Skilmálar vefverslunarVefverslun Íslandsvarnar er rekin af Íslandsbílar ehf kt: 4509170520. Vsk nr.129229. Öll ákvæði skilmálanna hér að neðan ber að túlka í samræmi við íslensk lög.

Afgreiðsla pantana

Allar pantanir eru afgreiddar 1-2 virkum dögum eftir að pöntun er staðfest.

Afhending

Sótt á Lambhagaveg 9, 113 Reykjavík næsta virka dag eftir að pöntun berst  – FRÍTT.
Við sendum pantanir með Íslandspósti um allt land.
Sending með Íslandspósti tekur alla jafna 1-3 virka daga.
Athugið að stöku sinnum getur afhending tafist, t.d. vegna álags í kringum stóra útsöludaga og jól eða annarra óviðráðanlegra ástæðna.
Íslandsvörn býður upp á ókeypis heimsendingu ef verslað er fyrir 12.000 kr. eða meira!

Verð

Verð í vefverslun eru með inniföldum 24% virðisaukaskatti.
Vinsamlegast athugið að verð á netinu getur breyst án fyrirvara og Íslandsvörn áskilur sér rétt til að afgreiða ekki pöntun ef verð vörunnar er rangt skráð í vefverslun. 

Greiðsla pantana og öryggi

Með greiðslukortum í gegnum örugga greiðslusíðu Rapyd. Tekið er við kreditkortum og debetkortum.
Millifærsla. Þegar gengið er frá pöntun er hægt að velja þá leið að millifæra. Millifærsla þarf að berast innan 2 klukkustunda frá pöntun.

Skilareglur

Veittur er 14 daga skilaréttur við kaup á vöru á netinu gegn framvísun sölureiknings sem sýnir með fullnægjandi hætti hvenær varan var keypt (gildir ekki um vöru sem keypt er á útsölu). Vöru fæst eingöngu skilað sé hún ónotuð og í upprunalegu ástandi. Við skil á vöru er miðað við verð samkvæmt greiðslukvittun og er gefin út inneignarnóta eða endurgreiðsla.
Sendingarkostnaður fæst ekki endurgreiddur.
Við bendum viðskiptavinum á að hafa samband við okkur á [email protected]     

Útsala og önnur tilboð

Ef útsöluvöru er skilað fæst vara endurgreidd á útsöluverði

Höfundaréttur og vörumerki

Texti, grafík, lógó, myndir og allt efni á www.islandsvorn.is eru eign Íslandsbíla ehf. og er öll afritun og endurdreifing bönnuð nema með skriflegu leyfi frá Íslandsbílum ehf.

Trúnaður

Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar upplýsingar sem að hann gefur upp í tengslum við viðskiptin. Upplýsingar verða ekki undir neinum kringumstæðum afhentar þriðja aðila.

Varnarþing

Þessi samningur er í samræmi við íslensk lög. Rísi mál vegna hans skal það rekið fyrir íslenskum dómstólum.

Hafa samband

Velkomið er að hafa samband í gegnum netfangið [email protected] eða í síma 537-5565 ef spurningar vakna.

Galli

Ef kaupandi kaupir gallaða vöru í netverslun Íslandsvarnar þá er hvert mál skoðað fyrir sig. Ef ágreiningur rís upp vegna galla er boðið upp á viðgerð, ný vara, afsláttur eða endurgreiðsla. Tímamörk kaupanda til að leggja fram kvörtun um galla á seldri vöru er 2 ár frá því að hann veitir söluhlut viðtöku eða, jafnvel 5 ár til að bera fyrir sig galla frá því að hlutnum var veitt viðtaka ef söluhlut er ætlaður verulega lengri endingartími.

Um rétt neytanda vegna galla vísast til laga um neytendakaup nr. 48/2003.