Nano Ceramic lakkvörn

NÝTT - Vefverslun

Nú er hægt að fá allt sem þú þarft til að þrífa og viðhalda bílnum þínum sent heim að dyrum!

Skoða vefverslun

Frír lánsbíll!

Við lánum þér bíl á meðan meðferð stendur þér að kostnaðarlausu.

Leiðbeiningar

Til þess að lakkvörnin endist sem lengst þarf að hafa nokkur atriði í huga við þrif og meðferð bílsins.

Skoða nánar

5 ÁRA LAKKVÖRN FRÁ NANO CERAMIC PROTECT.

Hjá okkur færðu frábæra þjónustu og frían lánsbíl á meðan meðferð stendur! Pantanir í Noona glugganum hér fyrir neðan, á tölvupósti [email protected] eða í síma 537-5565

Íslandsvörn er umboðsaðili fyrir Nano Ceramic Protect, Carlike filmun og Rim blades felguvörn á Íslandi

Íslandsvörn er umboðsaðili Nano Ceramic Protect coatings, Carlike premium PPF wrappings og Rim Blades felguvörninni á Íslandi.

Frá Nano Ceramic Protect er hægt að fá bæði Ceramic og Grafín húð báðar með herslustuðul 9H. Íslandsvörn tók við umboðinu frá Autocenter árið 2022 og hafa sömu starfsmenn meðhöndlað efnið frá árinu 2015 þegar Nano Ceramic kom fyrst til landsins.

Carlike PPF filmurnar okkar eru í 5 ára ábyrgð gegn gulnun og flögnun, hafa self healing eiginleika og stoppa allt grjótkast. Hafa verið að koma svakalega vel út hjá okkur. Verðdæmi að heilfilma húdd á Tesla Model Y er aðeins 60.000 kr.

Rim blades felguvörnin er fyrirferðaminnsta felguvörnin á markaðnum í dag og hlutverk hennar er að verja felgur gegn kantispum. Sjá nánar í netverslun okkar.

Allir starfsmenn hjá okkur sem meðhöndla efnið hafa sótt námskeið og eru viðurkenndir ásetningaraðilar af framleiðanda ásamt því að vera faglærðir bílamálarar.

Í stuttu máli þá setjum við þrjú mismunandi varnarlög yfir lakk bílsins.

Fyrst setjum við tvær umferðir af Nano Ceramic 9H Gold og Red innri vörninni, sem hefur 5 ára endingu. Hún er með herslu stuðul 9H á meðan glæra bílsins er með stuðulinn 2H-3H. Hún er því amk þrisvar sinnum sterkari en glæra bílsins og dregur því úr grjótkasti og rispum. Þykktin á vörninni er 0,6-0,8 micron og einungis hægt að fjarlægja hana með sandpappír.

Næst setjum við tvær umferðir af Nano Soft sem er ytri vörnin (hefðbundin aðferð er ein umferð). Hún gefur bílnum gríðarlegan gljáa og hefur mikil vatnsfráhrindandi áhrif og verður leikur einn að þrífa bílinn og viðhalda honum hreinum. Hana þarf að endurnýja á árs fresti.
Hjá okkur starfa faglærðir bílamálarar sem sprauta bílinn með sprautukönnu og þannig náum við að þekja öll svæði og einnig verður húðin alveg jöfn. 
Einnig er í boði Nano meðferð að innan þar sem við notum þar til gerð efni frá Nano Ceramic á mælaborð, gólf og sætisáklæði bílsins. Eftir meðferðina mun ryk og drulla síður setjast á mælaborð og sæti og vökvi flýtur ofaná. Einnig helst gljái í leðri og innréttingu í allt að 12 mánuði.
Við bjóðum upp á 5 ára ábyrgð á verkinu, gegn því að bíllinn komi einu sinni á ári í endurnýjun á ytri vörninni (Nano Soft) þar sem lakkvörnin er núllstillt.
Engin þörf er að bóna bíl með Nano Ceramic vörn. Hún gefur mun betri vörn gegn sólargeislum og salti heldur en nokkurntíman bónhúð.

FERLIÐ

Undirbúningur - Tjöruþvottur, leirun og járnflísahreinsun

Í hvert skipti sem við hefjum meðferð þarf að tryggja að engin óhreinindi sitji í lakkinu. Fyrst er bíllinn tjöruþveginn, járnflísahreinsaður og leiraður. Að því loknu er hann settur undir sterka lýsingu og lakkið er ástandsskoðað og lakkþykktarmælt. 

Undirvinna - Mössun

Þegar lakkþykktarmæling og ástandsskoðun lakks er lokið er hafist handa við mössun. Mössunarferlið er þrískipt. Fyrst er grófur púði notaður svo unnið sig niður í fínni púða. Þegar þessu er lokið er yfirborðs flötur lakksins orðinn alveg sléttur og rispufrír.

Ásetning

Lokaskrefið er svo ásetning efnisins. Við notum sprautukönnu við ásetningu sem tryggir jafnari húð og þekur betur erfiða staði eins og framgrill, ristar og inn á milli boddýhluta. Hjá okkur starfar menntaður bílamálari sem sér um alla sprautun hjá okkur.

NANO CERAMIC MEÐFERÐ

Nano tæknin virkar þannig að efnið binst lakkinu sem útskýrir hinn langa endingartíma. 

Til að ná sem bestri bindingu er lakk bílsins djúpmassað svo yfirborðsflöturinn sé sléttur.

Nano Ceramic meðferð á lakk, felgur og rúður - 5 ára ending

Smábíl 175.000 kr
Fólksbíll 195.000 kr
Minni jeppar 220.000 kr
Stærri jeppar 260.000 kr

Nano Ceramic meðferð að innan - 12 mán ending.

Smábíll 45.000 kr
Fólksbíll 49.000 kr
Minni jeppar 54.000 kr
Stærri jeppar 59.000 kr

Árleg yfirferð (Nano Soft) m. þrifum að innan - 12 mán ending

Smábíl 49.900 kr
Fólksbíll 54.900 kr
Minni jeppar 59.900 kr
Stærri jeppar 69.900 kr

Panta í vefverslun okkar

HÉR GETUR ÞÚ PANTAÐ TÍMA Á NETINU

Einfalt og þægilegt

STARFSMENN

Skúli Þór Johnsen
Viðskiptafræðingur
Nikodem Marek Wolak
Viðurkenndur ásetningaraðili
Agnieszka Izabela Lysiak
Viðurkenndur ásetningaraðili
Kuba Wolak
Bílamálari

Opnunartími

Mánudagur - Föstudagur 09:00 - 17:00
Lokað um helgar